Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, nóvember 10, 2003
 
"Mér hefur orðið hált á því, að hamast við að yrkja." Þessum fyrripart varpar móðir mín fram í pistli sínum nýlega. Ég hef í hyggju að reyna að botna hann og mun sá botn eiga að vera kominn þegar pistill þessi er allur.

Ég hef þjáðst af leti og öðrum slíkum kvillum og hef hreinlega ekki nennt að skrifa neitt síðan síðast. En ekki er hægt að segja að margt hafi á daga mína drifið. Ég reyndar brá mér í smá ferðalag, á föstudag, með vinnufélögunum sem endaði á kaffihúsi einu sem ber nafnið Litli ljóti Andarunginn og stendur við lækjarbakkan hér í borg. Þar hesthúsuðu menn nokkrum öl og/eða kafii/kakó og áttu saman ágætis spjall.

Laugardagurinn fór að mestu í leti en þó var dulítið blásið í flautu og eitthvað þvíumlíkt brasað. En sunnudagurinn var heldur fyllri atburða. Hófst hann með því að ég vaknaði upp við vondan draum (bókstaflega) langt fyrir allar aldir (um 08:15) og gat eigi fest svefn meir. Þá tók við smá dund í klukkutíma, einn og hálfan, alveg þangað til ég lagði land undir fjóra lófastóra fleti og ók mér á sjálfrennireið minni, sem leið liggur til nafla alheimsins. Þar bar ég augum lið mitt Skallagrím og sá þá leggja að velli liðsmenn Hattar frá Egilzplatz. Þegar þeim hildarleik var lokið brunaði ég heim á óðalið og hlóð bíl minn dáindis fæði, en þar á meðal voru nýreyktir Sperðlar. Hlakkar ég mikið til að leggja mér þá til munns.

Svo brunaði ég sem leið lá út á nes eitt sem kennt er við Akra. Þar var nýfædd frænka mín skýrð Arndís Inga í fallegri athöfn sem haldin var í sjúkrahúskapellunni þar í bæ.

Botninn er suður í Borgarfirði en ekki hjá mér. Reyni aftur við hann á morgun, höfuðið fúnkerar ekki.

Feira ekki gjört, fundi slitið.