Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
sunnudagur, október 26, 2003
 
"Verst af öllu er í heimi einn að bú' í Reykjavík. Kúldrast upp á kvistherbergi, einn og hugs' um pólitík" sungu meðlimir Ríó einhvurntíman á síðastliðinni öld og komust þeir vel að orði þar. Ég hefi verið langt frá því í dag að vera einn og hvað þá að vera nokkursstaðar nálægt kvisti. Hóf daginn á því að taka lífinu með stóískri ró alveg fram að því að ég þurfti að breggða mér suður í Hafnarfjörð, nánar tilteki að Ásvöllum þar sem fram fór leikur B-liðs Hauka og Árvakurs úr Reykjavík. Sá leikur var í alla staði prúðmannlega leikinn og voru leikmenn þar til allrar fyrirmyndar. Leikar fóru að lokum svo að Haukamenn báru sigur úr bítum. Að þeim leik loknum þá lá leið mín upp undir Breiða holt þar sem meðdómari í næsta leik mínum beið, hann Aron Smári flugnemi með meiru. Eftir stuttan stanz á Tunguveginum þá lá leið okkar vestur á nes, nánar tiltekið að KR-stöðum í Frostaskjóli. Þar var þá í gangi leikur heimakvenna gegn Kórstúlkum úr Njarðvíkum. Fóru sá leikur í framlengingu þar sem gestakvenndi fóru að lokum með sigur af hólmi.

Var þá komið að leik okkar Arons en í honum leiddu saman hross sín, ungpiltalið KR-iinga og Keflvikinga. Er óhætt að segja að þar hafi menn látið ófriðlega margir hvurjir og þurftu við Barberinn að grípa til útilokanna í tvígang. Leikar enduðu þó með nokkuð tryggum sigri KR-inga.

Eftir ærlegt sturtubað og óhemju mikið magn af teygjum (ég er að verða álíka styrður og áttrætt gamalmenni) brá ég undir mig betri dekkjunum og brunaði Norður í Grafarvogshverfi höfuðborgarinnar til að vísitera vin minn og snildarmennið Jóhann Skalla Waage. Tók ég mig þar til og framkvæmdi ýmsar endurbætur á vefbókarsíðu Skallans og er ekki úr vegi að menn kíki á síðu hans og sjá með eigin augum betrumbætur þær er ég er ábyrgur fyrir. Skallinn hefur löngum verið höfðingi heim að sækja og varð eingin breyting á í þetta skiptið. Var boðið upp á Hraun súkkulaðibita og Tuboorg öl í dós. Verður Skallanum vart nósamlega þakkað.

Ég stein gleymdi að minnast á tvennt í pistli mínum í gær (fyrradag þar sem nú er komið framyfir miðnætti). Annað var að sjálfsögðu ógleymanleg gestrisni systur minnar kasóléttrar og hennar ekta spússa. Þar stoppaði ég í dágóða stund og átti mikið og gott spjall við þau hjónaleysin og endurheimti mikinn snildar disk með Pöpunum, sem Olla litla hafði verið með í láni í dágóða stund.

Hitt atriðið minnist móðir mín á í pistli sínum í gær. En þau stórtíðindi gerðust í Borgarnesinu um daginn að Haukur Rakari lét af störfum eftir áratuga þjónustu við Borgnesinga og nærsveitunga. Þar með hvarf enn eitt minnismerki eldri tíma, því nú hefur Rakarastofa Hauks verið kvödd en í hennar stað er komin einhvur hársnyrtistofa sem nefnist Sófó eða Sóhó eða eitthvað í þá áttina. Það mun víst vera Kata á Völlum (Kata á öllum var hún líka eitt sinn nefnd) sem hefur yfirtekið plássið hans Hauks. Ég drýp höfði og viðhef mínútu þögn í minnigu Rakarastofu Hauks.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.