Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
sunnudagur, október 26, 2003
 
"Mánudagsmorgun, á fætur ég fer, höfuðið á mér þunnt eins og gler, ég þrá að fá þig, sjá þig svo að eyða nótt hjá þér" er upphaf lagsins Blús í G með Mannakornum ekki kannski alveg rétt lýsing á frekar góðu Sunnudagskvöldi, but hey. Verð víst að leiðrétta pistil minn frá því á föstudag. Það voru víst ekki liðsmenn Hinns Ízlenska Þursaflokks sem sungu um Sirkusmeistarann smarta hann Geira. Það var víst spilverk þjóðanna (hats off to Gunni fyrir að spotta delluna) sem saung svo fallega um jólasteikina.

Dagurinn í dag hefur farið að mestu friðsamlega fram. Vaknaði um hálf eitt þar sem ég huggðist til dæminga fara um eittleitið. Þurfti reyndar að byrja á því að fletta upp í hinni góðu bók, Símaskránni til þess að finna staðsetningu leikvallarins. En í fyrsta sinn á minni ævi, eftir því sem ég best man, þá átti ég erindi í Íþróttahúsið Digranesi þar sem fram átti að fara leikur heimamanna við liðsmenn Þrótts úr Vogum (on Waterlessbeach). Þetta var hörkuleikur en þó höfðu heimamenn tögl og haldir (eða höld í töglum er það ekki eðlilegra? Í það minnsta þegar um hross er að ræða, þó tæpast sé það gáfuleg að halda mikið í taglið á hvaða hrossi sem er (þetta vitum við sveitamennirnir!!)) nær allan leikin og skildu aldrei færri en 10 stig liðin að. Gott mál.

Kom heim frekar þreyttur eftir leikin, enda hann minn fjórði á þrem dögum. Tók lífinu með stóískri ró í smá stund (fór í sturtu og svoleiðis) áður en ég brá undir mig betri fætinum og hélt í kaupstaðinn að verzla. Eldaði mér austurlenska grýtu með pasta í kveldsmatin (og nestið á morgun) og sit nú sæddur og (mestmegnis) sæll við skriftir. Eftir að hafa snætt þá rak mig í rogastans við sjónvarpsgláp (ekki það að ég hafi verið á mikilli ferð). Var ekki bara mætt Frú Inga konan hans Zippoman að kynna næsta dagskrárlið. Ég vissi vart hvaðan á mig stóð veðrið!

Annars hefur dagurinn ekki liðið alveg áfallalaust. Ég brá mér í Eve fyrr í kveld og hugðist nú gera margt og mikið en þar sem ég var alsaklaus á flugi á leið í vinnu fyrir mann, þá réðst að mér einhvur bévítans skúnkur á mun stærra skipi og slátraði mér bara si svona. Ég varð alveg band-, sjóðandi-, spólvitlaus og er tap mitt metið á ekki minna en 7-8 miljón Evukrónur og er það sko ekkert smá. Ég held ég fái mér göngutúr til að róa taugarnar. Bévítans!

Fleira ekki gjört, fundi slitið.