Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, október 06, 2003
 
"Já þið eflaust þekki Jóa, hann var innherji hjá Val" söng Ómar stórsnillingur Ragnarsson einhverntíma uppúr miðri síðustu öld. Snildar texti við skemmtilegt lag og óborganlegt í flutningi Ómars, eins og svo margar aðrar perlur íslenskra gamanvísna. Sit nú hér í vinnuni, er að taka smá stubb, skuldaði vinnufélaga mínum 3,5 tíma í skipti. Hann kom nefnilega og vann fyrir mig í þrjá og hálfan tíma í gær svo ég kæmist á upphafsleik körfuknattleiksvertíðarinnar hjá mínum mönnum þeim gulu og grænu úr nesinu Borga. Þeir biðu lægri hlut fyrir sprækum Völsurum eftir að hafa slept heldur mikið fram af sér beislinu við dómara leiksins. En það er samt greinilegt að liðið getur gert góða hluti ef menn eru ekki að láta þá gráklæddu pirra sig.

Við Grámann bóndi brugðum undir okkur betri fætinum og dæmdum eins og einn leik í gærkveldi. Mættust þar tvö úrvalsdeildarfélög, Breiðablik og Hamar og stóðum við okkur með stakri prýði, að eigin mati í það minnsta.

Ég hef fækkað í vefbókahring mínum. Höskuldur Goði hefur ekki sagt orð í að verða mánuð og Edda Flakkari hefur ekki fært til bókar síðan einhverntíman í sumar. Annars virðast menn vera frekar daufir núna, fáir að tjá sig en það hlýtur að birta til í þessu að lokum, eins og flestu öðru.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.