Konni B.(ullari) |
|
![]() Konráð J. Brynjarsson{Vefbækur}Pannsan hans KáraKransinn Bleggur Guðni hinn rauði María Kristbjörg Viðarsson Kári Siggi Heiðarr Gunni Freyr Rúnar Gísla Mússa litla Olla systir Ármennið Raggi risi Jói skalli Gribba Mútter Benný {Karfa}Karfan.isKKDÍ.is KKÍ.is {Merkilegt}KvæðamannafélagiðUm Terry Pratchett Discworld teiknari Útvarp Reykjavík Prívatískur Banki Snildar teiknari Terry Pratchett Netþýðandinn Vef Villu-Púki Algjör snilld! Hebbi Gumm Heimstíminn Stríðsföndur Mozilla Séní Dvergakast Sveitasæla Fatapóker Netleikir2 Epguides Netleikir Egótripp Thottbot Formúla Garfield Pílukast Elfwood Gmail {Börnin mín}Birna Rún WaageBrynjar Halldór Páll Kristþór Arndís Inga Katla Rún {Eldra B.(ull)}![]() ![]() |
mánudagur, október 06, 2003
"Já þið eflaust þekki Jóa, hann var innherji hjá Val" söng Ómar stórsnillingur Ragnarsson einhverntíma uppúr miðri síðustu öld. Snildar texti við skemmtilegt lag og óborganlegt í flutningi Ómars, eins og svo margar aðrar perlur íslenskra gamanvísna. Sit nú hér í vinnuni, er að taka smá stubb, skuldaði vinnufélaga mínum 3,5 tíma í skipti. Hann kom nefnilega og vann fyrir mig í þrjá og hálfan tíma í gær svo ég kæmist á upphafsleik körfuknattleiksvertíðarinnar hjá mínum mönnum þeim gulu og grænu úr nesinu Borga. Þeir biðu lægri hlut fyrir sprækum Völsurum eftir að hafa slept heldur mikið fram af sér beislinu við dómara leiksins. En það er samt greinilegt að liðið getur gert góða hluti ef menn eru ekki að láta þá gráklæddu pirra sig. Við Grámann bóndi brugðum undir okkur betri fætinum og dæmdum eins og einn leik í gærkveldi. Mættust þar tvö úrvalsdeildarfélög, Breiðablik og Hamar og stóðum við okkur með stakri prýði, að eigin mati í það minnsta. Ég hef fækkað í vefbókahring mínum. Höskuldur Goði hefur ekki sagt orð í að verða mánuð og Edda Flakkari hefur ekki fært til bókar síðan einhverntíman í sumar. Annars virðast menn vera frekar daufir núna, fáir að tjá sig en það hlýtur að birta til í þessu að lokum, eins og flestu öðru. Fleira ekki gjört, fundi slitið. |