Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, október 21, 2003
 
"Ég ætla út í sveit og ligga ligga lá, ligga ligga lá, ligga ligga lá" söng Ómar Ragnarsson (minnir mig) á einni af fjölmörgum barnaplötum sínum. Ég ætla að fara að ráðum hans og drífa mig í sveitina. Kemst reyndar ekki fyrr en á fimmtudag, því ég lofaði mér í vinnu þangað til. Andskotans góðmennskan að drepa mig. Ég reyndar slepp við niðurskurðarhnífinn sem ég nefndi í gær, en þess í stað hyggst ég framleiða spergðla af miklum móð, enda stendur til að eta heilt fjall af þeim í vetur. Það er fátt betra en soðinn spergill með kartöflumús og sméri. SMJATT!!!!

Heyrði í Skallanum áðan og mæltum við okkur mót um helgina einhverntíman. Ég vona nú að þær áætlanir standist, enda langt um liðið síðan við Jóhann áttum fund. BTW master Joe, skv. áræðanlegum heimildum þá heita hár þessi sem þú minnist á í pistli yðar Búmanns tagl.

Heyrði líka í ungri (verðandi) læknafraukku, Maríu vinkonu minni. Við mæltum okkur einnig mót um helgina enda ár og dagur síðan við höfum átt góðar umræður um veröldina og vandamál hennar. Hún kvartaði svo sáran yfir því að á hana væri ekki minnst hér á Vefbók minni, sem er náttla ógurleg hneysa sko!!! En úr því hefur hér með verið bætt og María, sko nú er ég kominn með kommenta kerfi svo þú getur minnt á þig reglulega, svo er auðvitað löngu kominn tími á að þú hefjir upp raust þína á veraldarvefnum með eigin Vefbókarskrifum! Skora á þig.

Guðni var svo elskulegur að benda mér (og öðrum lesendum hans) á Vefbók Rakelar nokkurar Viggósdóttur og ég minnist þess ekki að hafa hlegið svona mikið í háa herrans. Þessari góðu vefbók hefur hér með verið bætt í ört stækkandi hring Vefbóka sem ég les reglulega.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.