Konni B.(ullari) |
|
![]() Konráð J. Brynjarsson{Vefbækur}Pannsan hans KáraKransinn Bleggur Guðni hinn rauði María Kristbjörg Viðarsson Kári Siggi Heiðarr Gunni Freyr Rúnar Gísla Mússa litla Olla systir Ármennið Raggi risi Jói skalli Gribba Mútter Benný {Karfa}Karfan.isKKDÍ.is KKÍ.is {Merkilegt}KvæðamannafélagiðUm Terry Pratchett Discworld teiknari Útvarp Reykjavík Prívatískur Banki Snildar teiknari Terry Pratchett Netþýðandinn Vef Villu-Púki Algjör snilld! Hebbi Gumm Heimstíminn Stríðsföndur Mozilla Séní Dvergakast Sveitasæla Fatapóker Netleikir2 Epguides Netleikir Egótripp Thottbot Formúla Garfield Pílukast Elfwood Gmail {Börnin mín}Birna Rún WaageBrynjar Halldór Páll Kristþór Arndís Inga Katla Rún {Eldra B.(ull)}![]() ![]() |
föstudagur, september 19, 2003
Skamm skamm, ég er latur strákur. Ég hef bara ekki nennt að skrifa neitt í háa herrans. Enda kannski svo sem ekki mikið að segja þessa daganna. En hyggst ég nú gera bragarbót á. Það er greinilegt að vetur konungur er farinn að klæja í fingurna. Allavega er farið að vera helv... kallt á nóttuni. Ég brá mér í leitir um síðustu helgi. Það var déskoti skemmtilegt. Við karl faðir minn rukum á fætur klukkan 7 og átum hollan og næringargóðan morgunverð. Fljótlega byrtist Bjarni Ben þó ekki sá sem skrifaði upp á inngöngu Íslendinga í NATÓ forðum daga, heldur 16 vetra frændi minn frá Hýrumel í Hálsasveit sem kominn var til að aðstoða okkur við fjárleit. Svo var haldið norður á bóginn að Dalsmynni í Norðurárdal þar sem saman var kominn hópur góðra mann og kvenna. Björgunarsveitarfólk úr Björgunarsveitinni Brák ásamt vöskum hópi tilvonandi Frúbæðinga af Hvanneyrum og vöskum bóndasonum af bæunum í kring. Þessum borubratta hóp var skift bróðurlega milli dala og lægða, svo var fólkið ferjað á sína staði. Svo gengu menn galandi og gólandi í átt til byggða og ráku á undan sér allt kvikfé sem á vegi þeirra varð. Þegar allt hafði til byggða komist reyndust heimtur hafa verið með ágætum, þrátt fyrir að stór hópur rolluskratta hafi rofið varnarlínu leitarmanna og stefnt til baka vestur í Dali, enda fór sauðþrá dalarolla fyrir liðhlaupunum. Þegar öllu starfi var lokið, þá reiknuðum við feðgarnir það út að vinnudagurinn hefði staðið í góða 14 tíma. Skólinn fer ágætlega af stað, hef meira að segja komist að því tæknin hefur tekið völdin í Háskóla Íslands. Ég þarf ekki einu sinni að mæta í tíma, því að allt sem fram fer í skólastofunni er tekið upp á myndband sem hægt er að nálgast á veraldarvefnum. Magnað maður... Fleira ekki gert, fundi slitið. |