Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, september 19, 2003
 
Skamm skamm, ég er latur strákur. Ég hef bara ekki nennt að skrifa neitt í háa herrans. Enda kannski svo sem ekki mikið að segja þessa daganna. En hyggst ég nú gera bragarbót á. Það er greinilegt að vetur konungur er farinn að klæja í fingurna. Allavega er farið að vera helv... kallt á nóttuni.

Ég brá mér í leitir um síðustu helgi. Það var déskoti skemmtilegt. Við karl faðir minn rukum á fætur klukkan 7 og átum hollan og næringargóðan morgunverð. Fljótlega byrtist Bjarni Ben þó ekki sá sem skrifaði upp á inngöngu Íslendinga í NATÓ forðum daga, heldur 16 vetra frændi minn frá Hýrumel í Hálsasveit sem kominn var til að aðstoða okkur við fjárleit. Svo var haldið norður á bóginn að Dalsmynni í Norðurárdal þar sem saman var kominn hópur góðra mann og kvenna. Björgunarsveitarfólk úr Björgunarsveitinni Brák ásamt vöskum hópi tilvonandi Frúbæðinga af Hvanneyrum og vöskum bóndasonum af bæunum í kring. Þessum borubratta hóp var skift bróðurlega milli dala og lægða, svo var fólkið ferjað á sína staði. Svo gengu menn galandi og gólandi í átt til byggða og ráku á undan sér allt kvikfé sem á vegi þeirra varð.

Þegar allt hafði til byggða komist reyndust heimtur hafa verið með ágætum, þrátt fyrir að stór hópur rolluskratta hafi rofið varnarlínu leitarmanna og stefnt til baka vestur í Dali, enda fór sauðþrá dalarolla fyrir liðhlaupunum. Þegar öllu starfi var lokið, þá reiknuðum við feðgarnir það út að vinnudagurinn hefði staðið í góða 14 tíma.

Skólinn fer ágætlega af stað, hef meira að segja komist að því tæknin hefur tekið völdin í Háskóla Íslands. Ég þarf ekki einu sinni að mæta í tíma, því að allt sem fram fer í skólastofunni er tekið upp á myndband sem hægt er að nálgast á veraldarvefnum. Magnað maður...

Fleira ekki gert, fundi slitið.