Konni B.(ullari) |
|
![]() Konráð J. Brynjarsson{Vefbækur}Pannsan hans KáraKransinn Bleggur Guðni hinn rauði María Kristbjörg Viðarsson Kári Siggi Heiðarr Gunni Freyr Rúnar Gísla Mússa litla Olla systir Ármennið Raggi risi Jói skalli Gribba Mútter Benný {Karfa}Karfan.isKKDÍ.is KKÍ.is {Merkilegt}KvæðamannafélagiðUm Terry Pratchett Discworld teiknari Útvarp Reykjavík Prívatískur Banki Snildar teiknari Terry Pratchett Netþýðandinn Vef Villu-Púki Algjör snilld! Hebbi Gumm Heimstíminn Stríðsföndur Mozilla Séní Dvergakast Sveitasæla Fatapóker Netleikir2 Epguides Netleikir Egótripp Thottbot Formúla Garfield Pílukast Elfwood Gmail {Börnin mín}Birna Rún WaageBrynjar Halldór Páll Kristþór Arndís Inga Katla Rún {Eldra B.(ull)}![]() ![]() |
sunnudagur, september 21, 2003
Nú er minns ákaflega framlár. Dagurinn í dag (þ.e. gær laugardagur skv. dagatali) fór nefnilega ekki í svefn eins og eðlilegt verður að teljast hjá þeim sem vinna næturvinnu. Nei því þegar ég kom heim um sjöleitið í morgun þá tók við tölvufærslan sem ég nefndi í gær. Að henni lokinni þá var kominn tími fyrir okkur Grámann í Garðshorni að skunda til haustsamkundu Körfuknattleiksdómara þessa lands. Við reyndar tókum smá útúrdúr fram á Seltjarnarnes þar sem flugneminn og dómarinn Aron Smári Barber beið komu okkar. En svo héldum við sem leið lá niður í laugardal til höfuðstöðva ÍSÍ þar sem herlegheitin fóru fram. Eftir pistla og punkta góðra manna var komið að skriflegu prófi, sem mér fannst ekki mjög snúið en niðurstöðu er beðið. Svo var nú komið að "hápunktinum" sem var þrekprófið. Ekki gekk mér sem skyldi í því en er þó þónokkuð sáttur við útkomuna og er greinilegt að líkamsræktarátak sumarsins hefur einhverju skilað. Það er alveg ljóst hins vegar að ég þarf að koma því kerfi á sem fyrst aftur, til þess að tapa ekki þeim litla árangri sem nást hefur og svo að náttúrulega að bæta hann. Eftir prófið var etin hádegisverður sem samanstóð af austurlenskum kræsingum sem smökkuðust gríðar vel. Að þeim loknum stóðu fundarhöld yfir til að verða fjögur en þá hafði ég verið vakandi í samfleytt 24 klukkustundir. En sem betur fer á ég góða samstarfsmenn og bauðst einn þeirra sem til þess að vera heilum þrem tímum lengur svo ég gæti sofið eylítið. Ef ég hefði þann sið að gefa hrós dagsins þá fengi hann Kiddi það hiklaust. Fleira ekki gjört, fundi slitið. |