Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, september 04, 2003
 
Ég bara get ekki hætt. Sko ég sit við tölvuna í vinnunni og hef ekkert betra að gera en að þvarga eitthvað um ekki neitt. Brá mér á Batman og komst þar að því að minn gamli skóli er enn á lífi. Ja í það minnsta nemendafélagið. Ekki slæm síða svo sem, en það er samt alveg týpískt hjá þessum blessuðum skagamönnum að vera nokkrum árum á eftir, en þannig eru þeir bara greyin.

Sá líka ansi skemmtilega grein um leikmann Golden State Warriors í NBA deildinni. Hann s.s. heldur því fram að hann hafi lamið konuna sína í sjálfsvörn! Jeah right, sá sem þarf að beita sjálfsvörn í samskiptum við konuna sína ætti að kanna hvort ekki sé sprelli þar sem gatið ætti að vera. Þar fyrir utan þá eru það bara aumingjar sem leggja hendur á konur og þeir sem koma svo með einhverjar aula afsakanir eru enn og verri. Ég skora á Risann að velja þennan Jason Richardson aula dagsins.

Það er ekki óalgengt að ég hlýði á fréttir í útvarpinu, þetta vita flestir sem mig þekkja og er svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að ég heyrði líklega bestu frétt sögunar fyrir Bandaríkjamenn. Fyrirtækið Viacom sem á og rekur m.a. sjónvarpsstöðina Nickelodeon, var að kaupa dreifiréttinn á Latabæ í Bandaríkjunum. Hvers vegna kalla ég þetta bestu fréttir sögunar fyrir kananna? Jú eins og menn vita þá horfa þeir ótrúlega mikið á sjónvarp, ekki nóg með það, heldur sitja þeir gjarnan í þægilegum sófum og/eða stólum með heilu fjöllin af snakki og jukki. Og ef einhver getur komið þeim af rassgatinu og fram á gólfið til að hrista spikið, þá er það Magnús Scheving, ofvirkasti maður landsins, jafnvel þótt víðar væri leitað. Gott mál í alla staði.

Fleira ekki gert, fundið slitið.