Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, september 03, 2003
 
Blogger.com hefur verið að strýða mér undanfarið. Allt það sem ég hef ætlað mér að skrifa hefur gufað upp hraðar en Vodki í finnsku gufubaði. Þetta virðist þó vera að batna, mér tókst allavega að koma pistlinum frá 25. út í dag og er að vona að þessi rati líka rétta leið.

Við félagarnir á Tunguvegi 18 erum komnir með þráðlaust heimanet frá Landssíma Íslands og þó ótrúlegt megi virðast, þá tókst okkur að koma öllum tölvunum í samband án nokkurra teljandi örðugleika. Svo 1500 kílóbætin eru farinn að vinna á fullu fyrir okkur. Já og við erum komnir með símalínu (sem er mjög nauðsynlegur búnaður við ADSL tengingar) og henni fylgir að sjálfsögðu símanúmer, 553-9141 er símanúmerið að Tunguvegi 18, en ég mæli ekki með því að fólk láti hringja lengi, það vantar nefnilega móttökubúnað okkar megin.

Skólinn er hafinn, sem er mjög gott, held ég. Það á eftir að koma betur í ljós þegar fram líða stundir hvernig mér á eftir að ganga að samræma skóla og vinnu. Ég keypti mér tölvuleik fyrir helgi, það er snildin EVE-online, Seccond genesis. Ég hef fundið nýja fíkn.

Fleira ekki gert, fundi slitið.