Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
mánudagur, ágúst 25, 2003
 
Ég verð víst að leiðrétta sjálfan mig, texti Hallbjörns er ekki alveg eins og ég sagði hann vera. Réttur mun hann vera á þessa leið... [...]ég er kominn á kreik á ný, eftir leið sem var dimm og löng[...] Svona getur manni nú förlast. Ég brá mér til tannlæknis í dag sem væri nú vart í frásgöur færandi nema af því að ég þurfti ekki að greiða eina krónu fyrir, sem er mjög gott. En hann fann eina skemmd í mínum munni, sem mér finnst persónulega stórfurðulegt og alveg frábært, því ég hef ekki farið til tannlæknis í 4-5 ár og er ekki beint sá duglegasti með tannburstan né heldur tannþráðinn.

Við félagarnir Guðni og Kári ætlum að fá okkur ADSL tengingu. Það er svo hart stríð á milli Og og Landssíma Íslands að ekki er annað hægt en að nudda saman höndum af áfergju og láta hlakka duglega í sér. Fleirihundruða kílóbæta(kb) á sekúndu í sendingarhraða og öll verð skorinn svo við nögl að það er allt eins líklegt að maður endi með því að fá greitt með áskriftinni. Þrefalt húrra fyrir því.

Fleira ekki gert, fundi slitið.