Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, júní 03, 2003
 
Þriðjudagur til skráningar

Upp er runninn þriðjudagur, ákaflega skýr og fagur, nei reyndar ekki því það er búið að rigna í allan dag allavega síðan 6 í morgunn þegar ég vaknaði. Já gott fólk, ég vaknaði klukkan SEX í morgunn, sprækur og hress. Kom reyndar ekki til af góðu, þar sem ég svaf mikið í gær eftir næturvaktina, en allavega þá rauk ég á lappir og skúraði og þreif kofann. Ég atti nefnilega að gera það á fimmtudaginn síðast liðinn, en hef ekki verið mjög duglegur undanfarið, verið eitthvað slappur og sloj. En dagurinn í dag hefur gengið ágætlega, ég er búinn að skrá mig í Háskóla Íslands og hef þar nám þann 1. september næstkomandi. Það tók ótrúlega stuttan tíma að fá það í gegn, var nú reyndar búinn að gera smá heimavinnu, það er alltaf betra. Ég hyggst leggja stund á Engilsaxnesku til BA (Bachelor of Arts) prófs og stunda vinnu á fullu með skólanum. Ég fékk nefnilega algert ógeð á LÍN þegar ég stundaði háskólanám fyrir um ári síðan, þvílíkt vitleysingahæli! Ég rakst á góðvin minn Árna Þór (ekki sá sami og Guðni læsir inni reglulega á Hrauninu) og spúsu hans, Jóhönnu, vestur í háskóla. Þar voru þau í sömu erindagjörðum og ég, að skrá sig til skólavistar. Reyndar átti Árni að vera búinn að því í janúar og sat því sveittur við samningsgerð. En þar sem stúlkurnar í Nemendaskrá Háskóla Íslands eru nú annálaðar fyrir liðlegheit, þá komst Árni á þriðja ár í læknisfræði. Jóhanna skráði sig í Sálfræði, ég held að hún hefði átt að koma með mér í Ensku, það er miklu skemmtilegra en einhver sálfræðivitleysa.

Fleira ekki gert, fundi slitið.