Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
sunnudagur, júní 01, 2003
 
Þingholta-Skotta

Ég held að ég hafi heyrt í Þingholta-Skottu fyrr í kvöld. Allavega endurómaði draugalegur kvenhlátur hér um allt hverfið. Í honum var líka nett geðveiki. Ég veit ekki alveg hvað var í gangi, en það var fyndið að sjá viðbrögð allra hundanna. Allir litlu óþolandi þveglarnir (Terrier) sí gjammandi, þeir þögnuðu allir sem einn eða vældu hræðslulega. Mikið hrós á sá snillingur sem hrinti þessum hljóðskúlptúr af stað. Annars hefur kvöldið verið ótrúlega rólegt, miðað við að það er laugardagur og veðrið er gott, ótrúlega fáir á ferli, allavega hér á mínu svæði. Hmm voðalega er ég eitthvað daufur núna, það verður fínt að komast í frí, 7 dagar (vonandi) af góðu fríi, thja nema ég þurf að gera aftur við bílinn minn, hann var í það minnsta farinn að láta e-ð ófriðlega, ég vona að það sé nú ekkert alvarlegt...

Fleira ekki gert, fundi slitið.