Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, júní 05, 2003
 
Þetta er ekki nógu gott. Enginn pistill frá mér í gær! Jæja það á sér svo sem sínar skýringar, ég var nefnilega að vinna í gær, fékk mér smá aukavakt, sem var mjög gott!! (Mig vanhagar nefnilega alltaf um krónur og aura) En ég lét nú eigi þar staðar numið. Ég brunaði nefnilega sem leið lá, alla leið upp í Borgarnes og góðum 20 kílómetrum lengra, heim á ættaróðalið mitt Borgir. Þar skaut ég bílskrjóð mínum inn í skemmu og framleiddi timbur við bremsurnar að framan. Þar voru alveg búnir bremsuklossar að angra minn eðalvagn. En eftir heilan vinnudag og viðgerð (sem tók nokkurn tíma, þrátt fyrir dygga aðstöð föður míns) þá var ég ekki í miklu stuði til þess að rita vefbókarpistil. En í dag er ég í stuði, þrátt fyrir drjúga þreytu. Ég var nefnilega hjá augnlækni fyrr í dag. Við bræðurnir brugðum undir okkur betri fætinum og héldum til höfuðborgarinnar og til að láta athuga sjón okkar. Er skemmst frá því að segja að doksinn taldi mig vera með því sem næst fullkomna sjón og tjáði mér þau gleðitíðindi að hún hefði ekki versnað um svo mikið sem nokkurn skapaðan hlut síðan ég heimsótti hann síðast, fyrir 5 árum. Sem er mjög gott!

Ég brá mér hringinn um Vefbókalendur félaga og vina. Þar eru helstu tíðindin þau að Jóhann 'Skalli' Waage hefur risið úr öskustó og er tekinn til við að ritar hugrenningar sínar af miklum móð á ný. Því ber að fagna, því að missa penna sem Jóa úr Vefbókarheimum er þvílíkur skaðræðisskaði að hætta er á að heimurinn myndi ekki verði samur á eftir. Aðrir voru nokkuð hressi, nema Grámann í Garðshorni sem ekkert hefur ritað síðan á þriðjudag.

Aðrar fréttir eru þær að ný Vefbók hefur bæst í hringinn minn. Það er ung kona sem kallar sig Gribbu. Mikil snilldar manneskja með ótrúlega góðan bókasmekk, en honum er betur lýst á hugasíðunni hennar. Ég mæli með því að fólk kíki þangað inn ef það hefur hug á að létta sér lífið og tilveruna með góðum hlátrasköllum.

Fleira ekki gert, fundi slitið.