Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, maí 21, 2003
 
Verð nú aðeins að koma með smá aukafærslu. Ég hef í nokkurn tíma glímt við að koma íslenskum stöfum til þess að virka hér til vinstri á síðunni. Þær tilraunir hafa hingað til ekki skilað neinum árangri. En þá dett ég niður á snillinginn Hjörleif Ragnarsson vinnufélaga minn ofan af Akranesi. Hann bendir mér á Vefþýðandann sem er þeirri náttúru gæddur að þýða íslensku stafina yfir á HTML kóða. Ég sem Borgnesingur fæddur og uppalinn, hef hingað til haft meðfædda andúð á Skagamönnum, þó að nokkrir þeirra séu undanþegnir þeirri andúð, og ég held að Höskuldur goði hafi hér með stigið stórt skref í áttina að losna undan Skagaandúð minni.