Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
laugardagur, maí 31, 2003
 
Ástarbrími að vori

Það er fullkomið veður úti, logn, hiti og þurrt. Þetta er veður til þess að fara út að ganga með elskunni sinni, þ.e.a.s. ef maður á einhverja slíka. Það virðist reyndar vera að bærinn sé fullur af ástföngnu fólki þessa daganna. Ég er allavega búinn að sjá fullt af pörum leiðast elskulega fram og aftur um Þingholtin. Það gleður mitt illa einsama hjarta að vita að um 60% þeirra endast ekki. Muhahahahahaha, ekki það að ég óski einhverjum þess að lenda í sambandsslitum, það er ekki sniðugt ferli, en það skemmtir púkanum mínum að vita til þess að öll þessi hamingja endist ekki. En það eru ekki bara við mennirnir sem fyllast greddu á vorin, hin ráðandi stofn Þingholtanna, kettirnir tvíeflast líka á vorin í ástarbríma sínum. Það væri nú allt í góðu ef því fylgdu ekki þvílík og slík óhljóð að það nær bara ekki nokkurri átt. Það mætti halda að högnarnir væru með þriggja metra breið tól og væru að reyna að troða þeim í ósmurt rassgatið á læðunni. Ég er nú eldri en tvívetur þegar kemur að samfarahljóðum dýra (enda stoltur sveitamaður) en þetta eru þvílík óhljóð að ég legg helst á flótta. (Þessi setning á eftir að verða valdur að því að fjölmargir sem lesa þessa pistla mína reglulega, eiga eftir að ausa yfir mig háðsglósunum. Til að reyna að fyrirbyggja það þá vil ég benda á að ég fæ ÖNGVA kynferðislega örvun við það að horfa á eða heyra í dýrum fjölga sér!)

Fleira ekki gert, fundi slitið.