Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
miðvikudagur, maí 28, 2003
 
Ég brá mér í bíltúr áðan, ákvað að fara aðeins út og hreinsa hugann. Keyrði eitthvað, með austur sem aðalstefnu. Endaði upp við Elliðavatn, í Vatnsendalandi. Keyrði þar sem leið lá í gegnum byggðina, naut kyrrðar og náttúru sem ég vissi ekki að væri til í henni Reykjavík, minnti mig á minn ástkæra Borgarfjörð. Endaði loks við gatnamót, til vinstri Hafnarfjörður, til hægri Kópavogur. Ákvað að fara til vinstri, til að sannreyna smá hugboð. Það reyndist rétt, ég endaði við hestamiðstöðina í Hafnarfirði. Sneri við og ætlaði að halda sömu leið til baka, sem ég og reyndar gerði, en sá afleggjara á leiðinni. Vippaði mér þar inn, fínt malbik og alles. Þann veg keyrði ég í u.m.þ.b. klukkutíma og naut fallegrar náttúru í ljósaskiptunum, með Guns 'n' Roses í botni í spilaranum. Endaði við þjóðveg 1, Suðurlandsveg, leit þar á skilti sem staðfesti annan grun, ég hafði verið í Heiðmörk, svalt. Keyrði heim í ansi hreint skrítnu skapi og samdi þennan texta hér að neðan, ég held að ég þurfi að fara að sofa núna.

Fleira ekki gert, fundi slitið.