Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, apríl 11, 2003
 
Jæja þá held ég að þetta sé loksins að verða tilbúið hjá mér. Ég er nú búinn að vera að brasa við þessa blessuðu síðu í á þriðja tíma og ég held að ég sé orðinn nokkuð sáttur við útlit hennar í bili. Mér hefur reyndar ekki tekist að fá íslenska stafi til að virka í html kóðanum í 'Template' og ef einhver sem hér á leið um hefur hugmynd um hvernig ég fæ þá til að virka, þá má sá hinn sami gjarnan senda mér póst og segja mér hvernig það er gert. Tölvupósfang mitt er konnib@hotmail.com, ég þigg all þá hjálp sem ég get fengið í þessum efnum.

Ég er búinn að vera að lesa Discworld bækurnar eftir Terry Pratchett undanfarna mánuði, ég hef það fyrir reglu nú orðið að kaupa mér þær bækur sem ég er að lesa og þurfti þess vegna að fjárfesta í nýrri bókahillu nú uppúr áramótum. Ég á orðið 26 bækur af þeim 27 sem gerast í Diskheimum. Þarna er aukaefni ekki talið með. Ég fæ hreinlega ekki nóg af þessari yndislegu vitleysu. Þessar bækur hafa ekki verið þýddar á okkar ástkæra ylhýra, frekar en flest allur annar fjarstæðuskáldskapur, með einni undantekningu, því tölvugrúskarinn, kerfisstjórinn, kennarinn og dómarinn Gunnar Freyr Steinsson hefur þýtt smásögu eftir Pratchett sem hæt er að finna á L-Space.

Núg er nóg komið held ég bara, ég ætla að fá mér yndislega norska skyndiflatböku sem Europris selur á spottprís og fara svo í háttinn. "Búna nótta, fara hátta"