Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
föstudagur, apríl 11, 2003
 
Jæja góðir hálsar...ég er mættur. Hefst nú nýtt skeið í netnotkun minni því ég mun nú gera heiðarlega tilraun til þess að halda úti Vefbók (Weblog). Ég nýt þess að sofa, og fátt veitir mér meiri ánægju í lífinu en svefn. (Með eðlilegum undantekningum eins og matur og ríð... ég meina samfarir(innri ritskoðun)) Ég held þegar úti einni heimasíðu, þar sem ég birti skáldskap minn í bundnu og óbundnu máli. Kíkið endilega í heimsókn.

Ég eyddi nokkrum tímum nú í kveld heima hjá Ragga risa, þar sem ég var að reyna að koma bloggsíðunni hans í nothæft form. Og viti menn mér tókst það bara ótrúlega vel (c: Ég kom fyrir þar nokkrum tenglum og gestabók og það sem meira er þá tókst mér að kenna drengnum að bæta við eigin viðbótum, ég á skilið gott klapp á bakið fyrir það. Ég fékk reyndar gott klapp hjá Ragga, ég fékk hrós dagsins á síðunni hans, ég kann honum góðar þakkir fyrir. Það má segja að þess vegna sitji ég hér og hripi þessi orð, því að ég veiktist af einhverri bakteríu við þetta fikt mitt í síðu risans, en ég er að hugsa um að lofa ekki að ég endist hérna, þó er aldrei að vita.