Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
sunnudagur, apríl 13, 2003
 
Enn ein dagur að kveldi kominn og ég sit hér við tölvuapparatið og pikka. Ég var að fá bréf frá vinkonu minni á Ítalíu, henni Eddu Maríu, hún er hress að vanda. Ég hóf daginn á dómgæslu enn of aftur. Dæmdi úrslitaleikinn í 9. flokki karla. Þar áttust við Njarðvík og Fjölnir og höfðu Njarðvíkingar sigur. Sat svo og stýrði tíma í leiknum á eftir, 11. flokkur karla, Fjölnir-ÍR. Fjölnir vann í spennandi og tilfingaþrungnum leik, var hrikalega skemmtilegur á að horfa, ef frá eru taldar síðustu 2 mínúturnar sem fóru að mestu leiti fram á vítalínunni.

Við Guðni sendum okkar fyrstu fréttir inn á KKDÍ.is, og voru þær að sjálfsögðu um yfirtöku okkar þar (c: Já við skelltum okkur einnig á T(hank).G(od).I(t's). Friday. Þar fást nokkuð góðir hamborgarar, en ég mæli með því að þangað fari fólk með GALtóman maga og nóg af seðlum, því maturinn þarna er gríðarlega girnilegur en að sama skapi nokkuð dýr. Gleymdi því, fór í bíó með Kára og Gunni í gær. Sáum nýjustu afurð Jackie Chan, Shanghai Knights. Það er langt síðan að ég hef hlegið jafn mikið að bíómynd og ég mæli hyklaust með henni fyrir alla kvikmyndahúsafara. Það spillir ekki fyrir að hún er sýnd í BESTA bíóhúsi landsins Smárabíó, ég tek það fram ég er ekki á launum hjá þeim, ég kann bara vel að meta að gert sé ráð fyrir löngum bífum og breiðum botnum. Ég verð að lýsa frati á þá bakkabræður Risann og Skallann, þeir hafa ekkert skrifað nýtt frá því ég las síðast, þykir mér sem þeir séu farnir að linast.

Þokkalega gott fólk, læt þetta duga og kveð að sinni,

Konni B.(ullari)