Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, maí 17, 2007
 
"Rigninginn skellur á malbikið, það er haust."

Uppstigningadagur er í dag. Það er dagurinn sem Kristur steig aftur upp til himna, ef marka má hina einu sönnu "The Worlds Number One Best Seller" Biblíuna. Að vísu var það ekki á nákvæmlega þessum degi, því hann er reiknaður út miðað við hvenær páskarnir eru og þeirra staðsetning í dagatalinu miðast við einhverja reglu sem ég kann ekki skil á. Í Skandinavíu heitir þessi dagur "Kristis Himmelfartsdag" (með fyrirvara um stafsetningu, sem er án efa ekki kórrétt) eða Himnaferðadagur Krists. Ákaflega skemmtileg og ekta skandinavísk nafngift. Að sama skapi er Uppstigningardagur ákaflega íslensk nafngift, yfir nafninu er ákveðin virðing og upphefð í bland við temmilegan helgiblæ. Að sama skapi er "Himnaferðadagur" eitthvað sem í mín eyru hljómar eins og Færeyska, s.s. blanda af dönsku og íslensku.

Fyrir mér er dagurinn einn af þessum "óhentugu" fimmtudagsfrídögum. Af hverju í ósköpunum eru þeir (2 eða 3 á ári?) ekki færðir á föstudaga. Ég held að "helgi" þessara daga sé ekki slík að menn kippi sér mikið upp við það þó þeir væru færðir á föstudaga. Enda er ekki um fasta dagsetningar að ræða, heldur einhverja reiknireglu sem segir að xti fimmtudagur sé þessi tiltekni helgidagur. Einhverjir hafa líka viljað færa daga eins og 1. maí og jafnvel 17. júní á föstudag eða mánudag. Það er ákaflega heimskulegt. Því þessir dagar eru á fastri dagsetningu. Hins vegar má alveg færa fyrir því rök að "Baráttudagur verkalíðsins", sem nú er 1. maí, geti alveg átt heima sem t.d. fyrsti föstudagur eða mánudagur í maí, en ekki endilega sá 1.

Allavega þá hef ég eitt þessum frídegi mínum, hingað til, í að bregða mér í Smáralindina þar sem ég nýtti 10.000 króna gjafabréf sem mér áskotnaðist á árhsátíð Ormsson í mars sl. Keypti mér nýjan online leik, sem heitir Lord of the Rings - Shadows of Angmar. Hann er að hlaðast inn hjá mér í þessum skrifuðu orðum. Ég hlakka til að prufa. Ég keypti mér líka 3 diska. Íslensk tónlist í hæsta gæðaflokki. Mugimama is this monkeymusic með Mugison, Please don't hate me með Lay Low og Hver er sinnar kæfu smiður sem er safnplata bestu laga Þórhalls Sigurðssonar, Ladda. Allt saman gæða efni. En Hringadróttinn bíður...

Fleira ekki gjört, fundi slitið.