Konni B.(ullari)


Konráð J. BrynjarssonThis page is powered by Blogger. Isn't yours?
sunnudagur, maí 13, 2007
 
"...stuð að eilífu..."

Jæja þá er sveitavistinni lokið í bili og ég kominn heim. Fór í ágætt afmælis-, Eurovision og kostningapartý hjá Kára og Gunni á laugardag. Og gleymdi að kíkja á elskulega systur mína, Margréti, þar sem hún söng, lista vel er ég viss um, í Hallgrímskirkju. Fyrirgefðu Margrét mín! Aftur að partýinu. Þar var margt góðra manna, meira að segja Guðni lét sjá sig, sem gerist nú ekki nema einu sinni á bláu tungli. Fólk drakk mis mikið og menn voru mis hressir. Þó héldust nú flestir að fram eftir nóttu. Sjálfur var ég kominn heim um 3, ef minnið svíkur ekki og sat yfir kostningasjónvarpinu til að verða 8, þegar svefnin sigraði mig. Ákaflega spennandi allt saman. Þótti það miður að Ómar komst ekki að og líka að ríkisstjórnin hélt velli. En það er nú ekki öll nótt úti enn.

Fór í kvöld og hitti Hjalla, Jónsa og Sibba. Það var í einu orði sagt, ógnar stuð! Við Hjalli og Sibbi fengum okkur snæðing á Shalimar. Get mælt með matnum, ógnar góður, sterkur en soldið dýr. Allavega fannst mér það, en ég er svo sem ekki dómbær á það. Svo hittum við Jónsa á Q-bar, sem hét áður Ari í Ögri. Settum niður yfir kaffibolla (þeir, ekki ég, er gikkur á kaffi eins og allir vita) og kjöftuðum og hlógum eins og vitlausir menn. Mesta snildin var nú samt þegar við uppgötvuðum að staðurinn er gay-bar. Þá fór um suma, okkur hinum til mikillar gleði. Langt síðan ég hef hlegið svona mikið. Vinna hefst aftur á morgun, hlakka til að hitta liðið aftur.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.