Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, júní 28, 2005
 
"Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins ró"

En einhverra hluta vegna þá nenni ég ekki að fara að sofa. Ég hlýt að hafa eitt öllum mínum nennum í eitthvað annað, því það er því sem næst ókeipis (í nennum talið) að sofa! í staðin þá sit ég við tölvuskrýpið og pikka heimskulgan og innantóman texta á síðu sem varla nokkur maður les (um ástæður þess er ei þörf að fjölyrða). Ég gerði þetta og ég gerði hitt og svo líður og býður og ég geri sitthvað fleira. Bara svo að fólk fái nú að fylgjast með því sem er að gerast. Hvernig í ósköpunum stendur á því að fólk nennir að þvaðra endalaust um það sem á daga þess hefur drifið undanfarið? Og hvernig stendur á því að aðrir, jafnvel alveg ótengdir aðilar, nenna að lesa herlegheitin? Við spurningum lífsins eru engin auðveld svör, nema þeim stærstu en við fáum þau bara svo helvíti seint. Skyldi það vera stýlbragð (eða stílbragð) jú stílbragð, að vera kaldhæðinn með stafsetningarvillum? Ef svo er þá mæli ég með að fólk riti seinnt að kveldi, þegar það er orðið vel syfjað og úldið, þá kemur stíllinn nokkurnveginn að sjálfu sér.

Og hví verðum við svona líka steini runnin af undrun þegar við allt í einu vöknum upp við það að siðlaus og óforskömmuð "frétta"mennska selur blöð? Kannski er það hið fræga íslenska gullfiskaminni (sem yfirleitt dúkkar helst upp í kringum kostningar), sem er þeim undrum sett að vera "valið" minni. Við gleymum ákveðnum hlutum, ekki af því að þeir falla úr hugum okkar eins og eðlilegt er, heldur vegna þess að við því sem næst meðvitað ýtum þeim út og neitum allri tilvist þeirra. Held helst að þetta sé til svölunar nöldurþörfinni, sem er STÓRT þjóðareinkenni. Það er svo þægilegt að gleyma svona hlutum, því þá getur maður hafið alla nöldurræðuna upp á nýtt (þetta er jú nýskeð og nýtilkomið) og fengið gríðarlega útrás. Ekki bara á nöldrinu heldur líka á baknagi og kjaftakellingahætti. Sem eru önnur STÓR þjóðareinkenni. Íslendingar eru allir Gróa heitin á Leiti inn við beinið og það þarf meira að segja ekki að kafa neitt djúpt undir húðina í leit að henni. Sumir eru meira að segja svo hepnir (heppnir jú því þeir sleppa við að vera hræsnarar líka) að þeir bera hana Gróu sína vel hérna megin við húðina. Þeir eru meira að segja til sem eru svo stoltir af henni Gróu sinni að þeir skammast sín alls ekki neitt fyri hana. En það eru undantekningarnar. Við hin 95% neitum tilvist hennar í okkur þrákelknislega, en komum reglulega og ítrekað upp um okkur. Ég er nokkuð viss á því að ef tekin yrði saman tölfræði yfir þessar "uppumkomur" okkar þá væri hægt að tengja hana útgáfu þriggja rita, DV, Séð og Heyr og Hér og Nú (eða heitir blaðið það ekki?). S.s. fólk kemur upp um sig í jöfnum hlutföllum við það að ofangreind blöð koma út. Hlýtur að vera alveg um 100% hittni þann dag vikunar þegar öll þrjú eru fersk og volg í búðunum.

En eins magnað og það er, þá er það enn magnaðara að meginþorri "uppumkomarana" harðneit því að þeir kaupi nokkurntíman téð rit. En þess í stað sitja þeir eins og hærgammar um þau á kaffistofum, matsölum og hvar annarsstaðar þar sem þau kunna að liggja frammi eftir 5% sem ekki eru hræsnarar. Ætli sé hægt að rita svo leiðinlega að sá er ritar sofni út frá því? Ég er um það bil að komast að því.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.