Konni B.(ullari) |
|
![]() Konráð J. Brynjarsson{Vefbækur}Pannsan hans KáraKransinn Bleggur Guðni hinn rauði María Kristbjörg Viðarsson Kári Siggi Heiðarr Gunni Freyr Rúnar Gísla Mússa litla Olla systir Ármennið Raggi risi Jói skalli Gribba Mútter Benný {Karfa}Karfan.isKKDÍ.is KKÍ.is {Merkilegt}KvæðamannafélagiðUm Terry Pratchett Discworld teiknari Útvarp Reykjavík Prívatískur Banki Snildar teiknari Terry Pratchett Netþýðandinn Vef Villu-Púki Algjör snilld! Hebbi Gumm Heimstíminn Stríðsföndur Mozilla Séní Dvergakast Sveitasæla Fatapóker Netleikir2 Epguides Netleikir Egótripp Thottbot Formúla Garfield Pílukast Elfwood Gmail {Börnin mín}Birna Rún WaageBrynjar Halldór Páll Kristþór Arndís Inga Katla Rún {Eldra B.(ull)} |
mánudagur, nóvember 15, 2004
"Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér..." Það lýtur út fyrir það af ítrekaðar fréttir af dauða mínum séu að einhverju leiti ýktar. Ég er ekki allur, en þó mátti ekki miklu muna. Tíminn er sagður afstæður, og er sú fullyrðing súmmeruð upp í jöfnu sem tiltekur að skverað MC jafngildi E. Það getur vel verið að þessi jafna gangi upp (sem hún væntanlega gerir) og það verður að teljast ákaflega líklegt að tíminn sé algerlega afstæður. En hvað sem því öllu líður, þá er nokkuð ljóst að hann er mjög takmörkuð (en stabil) auðlind sem ekki er veitt nægilega vel af. Allavega ekki til mín! Ég stunda vinnu, svona rétt eins og hver venjulegur íslendingur. Ég vinn mína 10+ tíma á dag, eins og hver annar. Að þeim tíma liðnum þá fer ég í líkamsrækt og eyði þar um 90 mínútum að jafnaði. Svo kem ég heim og elda mér (eða hita bara upp) kvöldmat og snæði hann. Þá er hugsanlegt að komið sé að tómstundum og netflakki eða einhverju öðru slíku. En oftar en ekki þá er hreinlega ekki tími fyrir síðastgreinda liðinn (smá afsökun fyrir bloggskorti undanfarið) því klukkan er orðin það margt að menn eins og ég (sem er ónýtir ef þeir fá ekki sína 7-8 tíma í svefn) eru tilbúnir í bólið. Helgarnar eru ekki mikið betri. Það verður ekki mikið úr FRÍtímanum sem þá á að bjóðast. Það er dómgæsla, spilamennska, heimsóknir og allskyns annað kvabb sem herjar á mann og gerir það að verkum að gamalt og gott R&R (rest and relaxation - hvíl og aflsöppun upp á ylhýra) er hreinlega bara ekki í boði. Að vísu felst heilmikil hvíld í því að vera ekki að gera það sama og hina 5 daga vikunar, en fyrir bókaorm og sjónvarpsglápara eins og mig þá er málið alls ekki nógu gott. Ég legg því til að klukkustundunum í sólarhringnum verði fjölgað í amk 26, helst 30 og helgin lengd um 1-2 daga, þá er möguleiki að ég komist yfir allt sem ég þarf að gera og jafnvel eitthvað af því sem ég vil gera. Fleira ekki gjört, fundi slitið. |