Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
þriðjudagur, maí 04, 2004
 
"Nú er sumar, gleðjist gumar, gaman er í dag. Brosir veröld víða, veðurlagsins blýða, eikur yndishag, eikur yndishag" Halda mætti að alvarlega hefði slegið út í fyrir mér núna, allavega ef menn horfa til veðursins eins og það hefur verið undanfarna daga og setja það í samhengi við upphafssönglið. En ég er nú bara svo einfaldur að ég trúi því iðulega að veðrir sé gott þegar ég lýt út um gluggan og sé heiðan himininn og finn sólarhitan baka mig, þar sem ég sit í bílnum mínum á leið einhvurt. En svo kemst ég að því all rækilega að allt var þetta í plati, í raun þá sé hitastigið svo stutt fyrir ofan núllið að það teldist dvergur ef það væri mennskt og að það blási svo napurlega að norðan að halda mætti að nú væri janúar en ekki maí. Sem betur fer er spölurinn stuttur inn í hús þaðan sem ég get aftur gefið mig tálsýninni á vald.

Ég eyddi helginni að mestu á Selfossi. Stundaði þar þingstörf, ræddi við menn um málefni, greiddi atkvæði ýmist með eða á móti, hlustaði með andakt á ræður manna, spjallaði og drakk bjór og keyrði svo heim að kveldi. Í grófum dráttum er þetta þing KKÍ. Skemtanin var talsverð og fólgin í fleiru en bjórdrykkju og klámfengnum bröndurum. Hún var meðal annars falin í umræðum um málefni hreyfingarinnar, frá dómurum til drengjaflokks, frá könum til Keflvíkinga. En að öðrum atriðum ólöstuðum þá held ég að kveðjuatriði Guðjóns Þorsteinssonar, mikilmennis og körfuboltamógúls frá Ísafirði, til handa fráfarandi framkvæmdastjóra sambandsins, Pétri Hrafni Sigurðssyni, hafi slegið allt út. Það fór fram yfir galadiner á laugardagskvöldinu og fólst í mælsku Gaua og látbragði Péturs er þeyr lýstu "makeoveri" því sem Guðjón gerði á Pétri. Þingheimur vældi úr hlátri.

Atvinnuleyt gegngur heldur brösuglega þessa dagana. Þó er talsvert framboð eftir vinnuafli, en því miður fyrir mig, þá virðist eftirspurnin vera enn meiri. Ég gefst þó ekki upp, en er að mynda með mér plan B fyrir næsta vetur, ef eingin verður atvinnan. Skóli gæti komið þar við sögu, en slíkt fer þó eftir velvild Kaupfélagsbankaútibúi bæjarins. Fregnaði raunar að þangað hefði verið ráðinn nýr útibússtjóri, sá mun heita Gylfi, sá hinn sami og eitt sinn var uppnefndur Gróðinn í hinu raunverulega Kaupfélagi bæjarins, þá hann var þar fjármálastýrimaskína einhvurskonar. Eigi er mér örgrant um að sá gæti reynst svipaður haukur í horni og sá var er fyrrum gengdi stöðu hans í bankanum.

Nú hefi ég eigi frá fleiru að greina.

Fleira ekki gert, fundi slitið.