Konni B.(ullari) |
|
![]() Konráð J. Brynjarsson{Vefbækur}Pannsan hans KáraKransinn Bleggur Guðni hinn rauði María Kristbjörg Viðarsson Kári Siggi Heiðarr Gunni Freyr Rúnar Gísla Mússa litla Olla systir Ármennið Raggi risi Jói skalli Gribba Mútter Benný {Karfa}Karfan.isKKDÍ.is KKÍ.is {Merkilegt}KvæðamannafélagiðUm Terry Pratchett Discworld teiknari Útvarp Reykjavík Prívatískur Banki Snildar teiknari Terry Pratchett Netþýðandinn Vef Villu-Púki Algjör snilld! Hebbi Gumm Heimstíminn Stríðsföndur Mozilla Séní Dvergakast Sveitasæla Fatapóker Netleikir2 Epguides Netleikir Egótripp Thottbot Formúla Garfield Pílukast Elfwood Gmail {Börnin mín}Birna Rún WaageBrynjar Halldór Páll Kristþór Arndís Inga Katla Rún {Eldra B.(ull)} |
mánudagur, maí 10, 2004
"...Þá stóð svínið upp og labbaði heim á leið"Mér skilst að sumarið hafi mætt á svæðið í gær. Ég tók nú ekki eftir því persónulega, því ég var svo upptekinn við að baða mig í sólinni. Alveg magnað hversu blint fólk getur verið, sbr. að sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Ég varð var við sumarið í gær, enda varla annað hægt, þar sem ég sat undir stýri á JCB Fasttrack "dráttarvél" með haugsugu aftaní og dreifði svínaskít á túnin að Borgum. Mér tókst að fara 7 og hálfa ferð en sú áttunda varð eiginlega hálf endaslept og tæknilega séð þá stendur hún enn yfir. Þannig var nefnilega mál með vexti að á haugsugunni eru dekk, tvö stykki eða svo, og annað þeirra var orðið æði mikið lasið. Lesendum til dulítið meiri glöggvunar þá eru þessar dráttarvélar þeim kostum búnar að komast á allt að 80 kílómetra hraða á klukkustund. Sem hentaði mér ákaflega vel því skíturinn var saman kominn í þar til gerðum tank við svínahúsið á Stafholtsveggjum, en þaðan er drjúgur spölur, á hefðbundinni dráttarvél, út á túnin á Borgum. Nú eins og fyrr sagði þá hafði ég farið sjö ferðir um daginn, sem tóku hver um sig u.þ.b. þrjá fjórðu úr klukkustund sökum þess að hægt var að keyra vélina á rúmlega 60 km/klst hvort heldur sem sugan var full eða tóm. Allt hafði gengið að óskum og ég var nú rétt búinn að beygja niður á nes, sem kallað er, og var kominn u.þ.b. hálfa leið að túninu þegar mikill hvellur heyrist og vélin byrjar að nötra og skjálfa. Ég nem staðar undir eins og vippa mér út. Blasir þá við mér sundurtætt dekk á haugsugunni og gúmmítæjur á víð og dreyf í kring. Það hefði ekki verið fallegt til þess að hugsa hvernig mál hefðu farið hefði ég verið úti á þjóðvegi nr. 50 á rúmlega 60 km hraða þegar dekkið sprakk, í stað þess að vera á tæplega 10 km/klst á troðningum niður á nes. Jæja en við svo mátti ekki búa, svo við feðgarnir brettum upp ermar og tókum fram tæki og tól og vippuðum dekkinu undan, skelltum því upp á kerru og brunuðum heim. Það verður svo verkefni dagsins að setja nýtt dekk á felguna og kvöldsins að koma því undir aftur svo hægt verði að klára áttundu ferðina og jafnvel fara 1-2 í viðbót. Ég fór svo að hugsa það eftir á hversu mikill bjáni ég hefði verði að svínkeyra traktorinn og suguna, vitandi það að dekkið gat farið hvenær sem var. Það er ótrúlegt hversu blindur maður er stundum. Fleira ekki gjört, fundi slitið. |