Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, nóvember 06, 2003
 
"Yfir kaldan eiðisand, einn um nótt ég sveima, nú er horfið norðurland, nú á ég hvergi heima" Seint koma sumir en koma þó, betra er seint en aldrei o.s.frv. Ég hef verið ákaflega upptekinn það sem af er viku þessari, en þess á milli hef ég verið latur. Á mánudag bar svo við að ég var við aukavinnu (einu sinni sem oftar) en þá fékk ég ákaflega skemmtilegar fréttir. Systir mín kasólétt er það eigi lengur, því rétt rúmlega 09:30 fæddist henni og Sveini lítil stúlka. Vóg hún 18 merkur (4,5 kg) og mældist 54 cm á lengd (ég þykist góður að muna þetta, man ekki mín eigin fæðingarmál). Ég komst nú ekki þann daginn í vísiteringu, en eftir að hafa lokið ýmsum erindum, sem m.a. innihélt kaup á sængurgjöf í Barnafataversluninni Adam's í Smáralind, þá brunaði ég upp á Skaga (ég skeyti ekki Skíta hér fyrir framan þar sem ég vil ekki horfa upp á Kára gera sig að meira fífli með því að kenna sig við nesið það í tíma og ótíma) og vísiteraði mæðgurnar. Sú stutta var ákaflega fríð sýnum, eins og hún á kyn til, og virtist mér sem að, í það minnsta, matarlistin væri úr móðurætinni en þar er hefð fyrir miklu magamáli og góðri nýtingu þess.

Í gær vann ég dulítið meir, þó ekki á mínum fasta stað, því ég brá mér í annan hluta höfuðborgarsvæðisins og stundaði þar mína vinnu. En restin af deginum fór að mestu í Eve spilun, bókalestur og blund (sem þótti víst æði hávær). Rétt rúmlega sjö þá brugðum við okkur af bæ, bræðurnir á Tunguveginum, alla leið vestur í Hlíðar þar sem skötuhjúin Alli og Solla hafa komið sér þægilega fyrir. Þar var okkur boðið í dáyndis lambalæri með tilheyrandi meðlæti og gúmmolaði og ís frá Hebba Gumm (aka. Herbert 'Can't walk away' Guðmundsson) í eftirrétt. Það er lang síðan ég hef verið svona saddur, bara ekki síðan hryggurinn sem móðir mín bauð upp á í lok sperðlagerðar var hesthúsaður. Ég er enn dæsandi, móður og másandi eftir herlegheitin. Síðan heim var komið þá hefur fátt verið gert annað en að hanga í tölvunni og láta matinn sjatna.

Á morgun verður næs dagur, fátt planað nema heimsókn í Iðnskólan og spilamennska með Mr. Jones um kvöldið. Nú skal tekið á því í Axis & Allies.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.