Konni B.(ullari)


Konráð J. Brynjarsson



This page is powered by Blogger. Isn't yours?
fimmtudagur, nóvember 13, 2003
 
"Konráð fer með fyrri parta,
en fer þó oft með fleipur.
Ekki mun hann kunna' að kvarta,
í kvæðamennsku' er sleipur.
"

Þar hefurðu það mister Risi eitt stykki botn fyrir þig, NÆSTI! Nei ég segji nú bara svona í gamni (eins og Biffi við Írisi Sigurðar í FVA forðum). Þessi pistill verður í styttra lagi sökum gríðarlegs tíðindaskorts og sökum anna hjá mér, en ég legg af stað í vísiteringu að herragarðinum innan stundar.

Fregnaði það reyndar nú áðan að Viðarsson, Kári hyggst meðfarast og það þýðir væntanlega að ég þurfi að taka vænanan vinkil hinumeginn við gatið og beygja upp á skaga. En annars hyggst ég gerast símsmiður fyrir hana móður mína í nesinu Borga.

Fleira ekki gjört, fundi slitið.