Konni B.(ullari) |
|
![]() Konráð J. Brynjarsson{Vefbækur}Pannsan hans KáraKransinn Bleggur Guðni hinn rauði María Kristbjörg Viðarsson Kári Siggi Heiðarr Gunni Freyr Rúnar Gísla Mússa litla Olla systir Ármennið Raggi risi Jói skalli Gribba Mútter Benný {Karfa}Karfan.isKKDÍ.is KKÍ.is {Merkilegt}KvæðamannafélagiðUm Terry Pratchett Discworld teiknari Útvarp Reykjavík Prívatískur Banki Snildar teiknari Terry Pratchett Netþýðandinn Vef Villu-Púki Algjör snilld! Hebbi Gumm Heimstíminn Stríðsföndur Mozilla Séní Dvergakast Sveitasæla Fatapóker Netleikir2 Epguides Netleikir Egótripp Thottbot Formúla Garfield Pílukast Elfwood Gmail {Börnin mín}Birna Rún WaageBrynjar Halldór Páll Kristþór Arndís Inga Katla Rún {Eldra B.(ull)}![]() ![]() |
miðvikudagur, desember 22, 2004
"Ég fer alltaf yfir um jólin..." Jæja ætli sé ekki rétt að hefja sig til flugs á skeiðvelli hins ritaða máls. Ég hef verið ákaflega latur við slík flugtök upp á síðkastið. Sem undrar mig ekki mikið, því það má segja að ég hafi haft yfirdrifið nóg að gera, bæði í vinnu og utan hennar. En nóg um það, ég ætla allavega að rita hér smá hugleiðingu um stórmerkilegan smitsjúkdóm, sem virðist leggjast á geðheilsu fólks. Ég hef orðið var við það í mínu starfi undarfarnar vikur að ákveðin manía virðist hafa ágerst hjá landanum. Við Íslendingar erum jú alla jafna frekar manískt fólk, iðulega á hraðferð og höfum oft á tíðum lítin tíma til að gera nokkurn hlut (eins og ég minntist á í pistli ekki alls fyrir löngu). En þessi manía virðist hafa ágerst smá saman á undanförnum nokkrum vikum. Ég hóf störf hjá ágætu fyrirtæki, Bræðrunum Ormsson, mánudaginn 22. nóvember sl. Ég er starfsmaður á lager fyrirtækisins og í mínum störfum er m.a. fólgið að taka á móti vörum (sem fyrirtækið kaupir inn til sölu) og keyra út heimilistæki (sem fyrirtækið selur í verslunum sínum) og innréttingar til fólks. Mér þótti starfið fara ansi vel af stað, nóg var að gera og verkefnin fjölbreytt. En viti menn, frá þessum degi þá hefur velta varnings (skv. mínum óvísindalegu mælingum) í gegnum hendurnar á okkur lagerköllunum aukist daglega. Fólk sem á von á okkur með eitthvað hefur orðið ákafara, óþolinmóðara og stressaðra í jöfnu hlutfalli við aukningu veltunar. Það virðist því sem hin Íslenska þjóð hafi fengið smitandi maníusjúkdóm sem lýsi sér í brjáluðu kaupæði, stressi og nettri vitfyrringu. Ég heyrði nafnið á sjúkdómnum um daginn og þá rann það upp fyrir mér að ég kannast við kauða. Hann hefur komið áður og ég hef fengið hann í einhver skipti þó að ég hafi sloppið þetta árið. Hann kallast jól. Fleira ekki gjört, fundi slitið. þriðjudagur, desember 07, 2004
Góður er hann Gustafsberg, gott er hann að brúka. Gleypir hann í gríð og erg, gríðarstóra kúka. Þessi vísustúfur, sem mér skilst að sé ættaður af vegg á almenningssalerni, á einkar vel við hjá mér í dag, því ég er nefnilega nýstiginn upp úr Gustafsbergspestinni. Hún er nefnd eftir hinni gríðarvinsælu klósetttegund, sökum þess að þeir sem pestina fá, tengjast klósettskálum sínum (og annara ef þeir búa svo illa að vera ekki heima við þegar pestin hefst) ákaflega náið! Reyndar get ég nú vart haldið því fram að ég hafi Gustafsbergspestina, en þar sem klósettið á mínu heimili er alveg laust við öll kennileiti og nafngiftir þá verður þessi ágæta nafngift bara að duga. Ég hef aldrei halið því fram að ég sé mikið karlmenni, þ.e.a.s. í hinni hefðbundnu merkingu þess orðs. Ég hef sársaukaþröskuld sem varla stendur út úr hnefa og finnst fátt betra en að vorkenna mér í eymslum mínum (nema þá að fá aðra til að vorkenna mér) og því er ég ákaflega amalegur sjúklingur. En þegar um magakveisu ræðir þá má margfalda leiðinleikastuðul minn sem sjúklings með háum tölum. Ég þoli nefnilega aungvan verk verr en magaverk! Því má segja að gærdagurinn hafi verið mér hin ægilegasta raun, því slík var pínan að ég var þess full viss að ég hefði fengið salmonellu og hafði þegar varpað sökinni á Tælenskan matsölustað sem ég heimsótti í mjög svo góðum félagsskap á sunnudagskvöldið. En þar sem hinn góði félagsskapur var við hesta heilsu og ég hafði ekki séð neinar fréttir um skyndilegan salmonellufaraldur sem rekja mætti til Tælensks matsölustaðar þá varð ég að viðurkenna að líklega væri nú ekki um svo alvarlega veiki að ræða. Mér var það að vísu þvert um geð, þar sem ég var þess full viss í þjáningum mínum að ég ætti ekki nema örfáa tíma ólifaða! Versta stundin í þessum stuttu en snörpu veikindum, var sú þegar ég kláraði í raun að losa mig við óþverann. Eins og flestir vita þá ganga magakveisur ýmist upp eða niður, og í einstaka tilfellum í báðar áttir. Mín gekk niður og þar sem ég sat á klósettinu og var að losa mig við óheilbrigt magn vökva, allavega í gegnum þetta tiltekna líkamsop, þá fannst mér sem krafturinn væri svo mikill á losunnuni að inniflin leituðu út og ég findist látinn á salerninu og dánarorsökin væri úthverfa vegna niðurgangs! En eins og þessi pistill sýnir þá lifði ég ósköpin af og var allur hinn hressari þegar ég vaknaði í morgun. Afréð nú reyndar að halda mig heimavið, aðallega vegna þess að ég var máttlausari en laufblað og hefði því verið til fárra hluta nitsamlegur í vinnunni. En þjáningum mínum var ekki alveg lokið. Því þegar ég reyndi að standa upp úr rúminu, þá tók ekki betra við. Ég hafði sofið svo skelfilega asnalega að heill hrímþurs virtist hafa tekið sér bólfestu í mjóbakinu. Mér tókst þó að staulast á fætur en göngulag og hreyfigeta minnti helst á níræðann vinnualka á elliheimili. En eftir heitt bað og nokkrar ráðlagðar teygjur frá sjúkralærðri móður minni þá er ég allur að liðkast til núna með kveldinu, enda eins gott, því ég á að dæma stórann leik á morgunn og verð að vera í mínu besta ástandi! Fleira ekki gjört, fundi slitið. |